Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

91 | Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. (aukin skilvirkni, skipulag, Þróunarsamvinnustofnun Íslands)

145. þing | 11.9.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.

Helstu breytingar og nýjungar: Öll verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færast til utanríkisráðuneytisins, sem fer hér eftir með framkvæmd allrar þróunarsamvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda. Þróunarsamvinnustofnun er lögð niður.

Lagðar eru til breytingar á stærð og hlutverki þróunarsamvinnunefndar. Núverandi samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu verður lagt niður.
Lagðar eru til breytingar á lögum um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu til að mæta þróun sem átt hefur sér stað í því umhverfi sem hún starfar í.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008.
Lög um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu nr. 73/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs. 

Aðrar upplýsingar:

Búsanyfirlýsingin um árangur í þróunarsamvinnu.
DCD/DAC (2013). Special Review of Iceland – Final Report.
DAC member profile : Iceland.
OECD/DAC (október 2014). Development Cooperation Report 2014. Mobilizing Resources for Sustainable Development.
Parísaryfirlýsingin og Accra-aðgerðaráætlunin.
Þórir Guðmundsson (2014). Þróunarsamvinna Íslands : skipulag, skilvirkni og árangur : skýrsla til utanríkisráðherra
Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Umsagnir (helstu atriði): Fjórar umsagnir bárust. Efasemda gætti um ágæti þess að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður. Vakin var athygli á  hlutfallslega lágu framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 91 | 11.9.2015
Flutningsmenn: Gunnar Bragi Sveinsson
Þingskjal 285 | 19.10.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 299 | 21.10.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 595 | 7.12.2015
Þingskjal 648 | 17.12.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 649 | 17.12.2015
Þingskjal 661 | 18.12.2015

Umsagnir