Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að endurskoða samkeppnislög í samræmi við ábendingar og evrópskt regluverk.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í stað þess að Samkeppniseftirlitið veiti sérstaka undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja sé fyrirtækjum falið að meta það sjálf hvort skilyrði undanþágu eru uppfyllt. Þá er lagt til að heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felld niður og auk þess er gerð breyting er snertir sáttameðferð í samkeppnismálum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á samkeppnislögum nr. 44/2005.
Kostnaður og tekjur: Hefur óveruleg áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Samkeppniseftirlitið.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti