Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að heimila Landsneti að reisa og reka háspennulínu frá Kröflu að Bakka við Húsavík.
Helstu breytingar og nýjungar: Um er að ræða sérstök lög sem heimila línulagningu frá Kröflu að Bakka þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Um er að ræða ný lög en auk þess er bætt við ákvæði í lög um náttúruvernd nr. 60/2013.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Iðnaður | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd