Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að laga löggjöf að þeim breytingum sem stofnun millidómstigs, skv. lögum nr. 50/2016 og nr. 49/2016, hefur í för með sér.
Helstu breytingar og nýjungar: Veigamestu breytingarnar lúta að kæruheimildum á milli dómstiga, einkum í fullnusturéttarfari og málflutningsréttindum lögmanna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um dómstóla nr. 15/1998, lög um lögmenn nr. 77/1998, lög um meðferð einkamála og lög um meðferð sakamála (millidómstig) nr. 49/2016.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni aukast árlega um 17–34 milljónir kr. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs muni aukast um 12,5 milljónir kr. árið 2017.
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins