Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

871 | Kjararáð

145. þing | 16.9.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (26.9.2016)

Samantekt

Markmið: Að fækka þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör hjá.

Helstu breytingar og nýjungar: Þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun hjá fækkar verulega og ákvæði eru um hvernig skuli ákvarða um laun þeirra sem ekki heyra lengur undir kjararáð. Í meginatriðum munu launaákvarðanir þeirra falla undir ákvæði um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Viðkomandi stéttarfélag mun semja fyrir þeirra hönd og stjórnir viðkomandi stofnana eða félaga semja um starfskjör. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lítils háttar breytingar þarf að gera á 25 lögum en meginbreytingin er á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Hefur líklega ekki áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Kjararáð.

Norska leiðin. Statens lederlønssystem

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1668 | 16.9.2016
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson

Umsagnir