Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að eyða þeim vafa sem ríkt hefur um lögmæti þess að afrita höfundaréttarvarið efni sem dreift er án heimildar rétthafa.
Helstu breytingar og nýjungar: Heimild til gerðar stafræns eintaks til einkanota verður bundin við þann einstakling sem hefur lögmæt umráð eða aðgang að upprunaeintaki sem dreift er eða gert aðgengilegt með heimild rétthafa þess.
Breytingar á lögum og tengd mál: Höfundalög nr. 73/1972.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs geti aukist um 234 milljónir kr. á ársgrundvelli.
Aðrar upplýsingar: Streymiþjónusta á Íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist : skýrsla rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymiþjónustu ásamt tillögum. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2014.
Umsagnir (helstu atriði): Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál