Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

870 | Höfundalög (eintakagerð til einkanota)

145. þing | 16.9.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að eyða þeim vafa sem ríkt hefur um lögmæti þess að afrita höfundaréttarvarið efni sem dreift er án heimildar rétthafa.

Helstu breytingar og nýjungar: Heimild til gerðar stafræns eintaks til einkanota verður bundin við þann einstakling sem hefur lögmæt umráð eða aðgang að upprunaeintaki sem dreift er eða gert aðgengilegt með heimild rétthafa þess.

Kveðið er á um rétt höfunda til sanngjarnra bóta vegna afritunar verka þeirra til einkanota með framlagi úr ríkissjóði.
Innheimta höfundaréttargjalda til að fjármagna bætur til rétthafa vegna eintakagerðar til einkanota verður lögð af. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Höfundalög nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs geti aukist um 234 milljónir kr. á ársgrundvelli.

Aðrar upplýsingar: Streymiþjónusta á Íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist : skýrsla rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymiþjónustu ásamt tillögum. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2014.

Fall mynddiskamarkaðarins. Hagstofa Íslands, 12. mars 2015.
Lög um heimild ríkisstjórninni til handa til að staðfesta Bernarsáttmálann til verndar bókmenntum og listaverkum í þeirri gerð hans, sem samþykkt var á ráðstefnu Bernarsambandsríkja í París 24. júlí 1971, nr. 80/1972.

Umsagnir (helstu atriði): Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum. 

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál

Þingskjöl

Þingskjal 1667 | 16.9.2016
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 1749 | 5.10.2016
Þingskjal 1771 | 11.10.2016
Þingskjal 1783 | 11.10.2016

Umsagnir