Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku, einfalda almannatryggingakerfið og bæta samspil þess við lífeyrissjóðakerfið. Einnig hefur frumvarpið það markmið að bregðast við þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna hækkaðs hlutfalls eldri borgara af mannfjölda og lengri meðalævi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á bótakerfi almannatrygginga, en bótaflokkar verða sameinaðir og reiknireglur einfaldaðar. Í frumvarpinu eru ákvæði um sveigjanleg starfslok, hækkun lífeyristökualdurs í 70 ár og lagt er til tilraunaverkefni um nýtt greiðslufyrirkomulag um greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Kostnaður og tekjur: Kostnaðaraukning ríkissjóðs af nýju kerfi er áætluð um 5,3 milljarðar kr. á árinu 2017 en fer síðan lækkandi ár frá ári. Gert er ráð fyrir að áhrif hækkunar á ellilífeyrisaldri vegi upp á móti hækkun vegna kerfisbreytingarinnar eftir u.þ.b. tíu ár. Á þessum tíu árum er áætluð kostnaðaraukning ríkissjóðs vegna breytinganna um 33 milljarðar kr. eða 3,3 milljarðar kr. að meðaltali á núgildandi verðlagi.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum, m.a. með þeim breytingum að sett var frítekjumark sem gildir um allar tekjur. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga nema 300.000 kr. frá og með árinu 2018 í samræmi við kauptryggingu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál