Markmið: Að leggja til breytingar á stjórnarskránni með hliðsjón af vinnu undanfarinna ára og annarri þróun í stjórnarskrármálum á alþjóðavettvangi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Á eftir 78. gr. stjórnarskrárinnar koma þrjár nýjar greinar sem fjalla um umhverfisvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta almennra kjósenda.
Lagt er til að við stjórnarskrána verði bætt ákvæði um umhverfi og náttúru. Mælt verði fyrir um náttúruvernd, rétt til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt. Þá er lagt til að bætt verði við ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar, mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti, sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda og landsréttinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir. Í frumvarpinu er auk þess lagt til að bætt verði við ákvæði um að 15% kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög frá Alþingi sem hlotið hafa staðfestingu forseta Íslands.
Breytingar á lögum og tengd mál: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskrárnefndir, saga, ítarefni o.fl. Forsætisráðuneytið.
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Noregur
Svíþjóð
Kungörelse (
1974:152) om beslutad ny regeringsform.
Finnland
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar:
Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi
|
Umhverfismál: Orkumál og auðlindir
|
Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál
|
Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd