Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka frelsi fyrirtækja og einstaklinga til gjaldeyrisviðskipta.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992 en auk þess eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 (29. gr.) og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum nr. 37/2016 (3. gr.).
Kostnaður og tekjur: Hefur óveruleg áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Aukið frelsi - losun fjármagnshafta. Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytis 16. ágúst 2016.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem eiga að auka skýrleika laganna og auðvelda framkvæmd þeirra.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti