Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

826 | Gjaldeyrismál (losun fjármagnshafta)

145. þing | 17.8.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka frelsi fyrirtækja og einstaklinga til gjaldeyrisviðskipta.

Helstu breytingar og nýjungar:

Heimildir til gjaldeyrisviðskipta eru rýmkaðar og heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar eru efldar. Bankinn hefur auk þess heimild til að stöðva viðskipti. Breytingarnar snúa einkum að vöru- og þjónustuviðskiptum en hvað almenning varðar er rýmkað um kaup á gjaldeyri vegna ferðalaga og fjármagnsflutningar milli landa, til dæmis vegna námslána, lífeyris, íbúðakaupa og þess háttar, verða auðveldaðir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyt­a á lög­um um gjald­eyr­is­mál nr. 87/1992 en auk þess eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 (29. gr.) og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum nr. 37/2016 (3. gr.).

Kostnaður og tekjur: Hefur óveruleg áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Aukið frelsi - losun fjármagnshafta. Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytis 16. ágúst 2016.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem eiga að auka skýrleika laganna og auðvelda framkvæmd þeirra.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1556 | 17.8.2016
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1701 | 26.9.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1702 | 26.9.2016
Þingskjal 1733 | 3.10.2016
Þingskjal 1743 | 5.10.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1744 | 5.10.2016
Þingskjal 1785 | 11.10.2016

Umsagnir

KPMG (tillaga)