Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að takmarka veitingu verðtryggðra lána með jafngreiðslufyrirkomulagi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til almennar takmarkanir á veitingu nýrra verðtryggðra langtímajafngreiðslulána með því að stytta hámarkslánstíma þeirra í 25 ár. Hann er nú 40 ár. Undantekningar eru að heimilt er að veita slík lán til allt að 40 ára sé lántaki yngri en 35 ára, til allt að 35 ára sé lántaki 35–39 ára og til allt að 30 ára sé lántaki 40–44 ára. Þá er einnig heimilt að veita slík lán, þ.e. lengri en 25 ár, til einstaklinga með 3,5 milljónir kr. í skattskyldar tekjur eða 6 milljónir kr. ef lántakar eru fleiri en einn. Undanþága gildir einnig ef veðsetningarhlutfallið er lægra en 50%.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 (14. gr.).
Kostnaður og tekjur: Hefur líklega óveruleg áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Kaup á fyrstu fasteign auðvelduð. Kynningarefni fjármála- og efnahagsráðuneytis 15. ágúst 2016.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti