Markmið: Að tryggja þeim sem undir lögin falla tækifæri til náms án tillits til efnahags.
Helstu breytingar og nýjungar: Námsaðstoð verður skipt í beinar styrkgreiðslur og lán.
Gert er ráð fyrir að aðstoð sjóðsins hækki úr 92% af framfærsluviðmiði í 100% níu mánuði ársins.
Námsaðstoð verður að hámarki veitt til 420 ECTS-eininga eða í sjö ár, óháð námsferli.
Ekki verður veitt námsaðstoð til einstaklinga sem orðnir eru 60 ára eða eldri. Þá verður námsaðstoð takmörkuð eftir 50 ára aldur.
Kveðið er á um að hámark veittrar aðstoðar sjóðsins nemi 15 m.kr. að frádregnum námsstyrk, þ.e. verði með námsstyrk tæpar 18 m.kr.
Almennur endurgreiðslutími námslána verði 40 ár, en þó þannig að lántaki greiði lánið upp fyrir 67 ára aldur.
Vextir á námslánum verða 2,5% að viðbættu álagi til að mæta afskriftaþörf.
Í frumvarpinu er lagt til að greiðslufyrirkomulagi námslána verði breytt á þann veg að fjárhæð afborgana taki mið af annars vegar höfuðstól lánsins en ekki tekjum eins og verið hefur og hins vegar fjölda endurgreiðsluára.
Endurgreiðslur námslána hefjast einu ári eftir að námi lýkur í stað tveggja ára líkt og nú er.
Breytingar á lögum og tengd mál: Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um 1,3–2 milljarða kr.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf og lánasjóðir á Norðurlöndum.
Finnland
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar:
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins
|
Mennta- og menningarmál: Menntamál
|
Atvinnuvegir: Viðskipti