Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum.
Helstu breytingar og nýjungar: Takmarka á nýtingu rekstrartaps félaga í lágskattaríkjum til frádráttar tekjum og takmörkun á samruna og skiptingu yfir landamæri. Þá eru frekari skýringar á CFC-ákvæðinu, sem fjallar um skattlagningu aðila sem eru heimilisfastir í lágskattaríkjum. Lögð er ríkari upplýsingaskylda á þá sem sýsla með ráðgjöf varðandi lágskattasvæði. Heimild til endurákvörðunar skatta er lengd úr sex árum í tíu ár. Yfirvöld fá ríkari heimildir til að afla upplýsinga úr skattframtölum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á fimm lögum. Helstu breytingarnar eru á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og tollalögum nr. 88/2005. Einnig eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996 og lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988.
Kostnaður og tekjur: Hefur líklega óveruleg áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem hnykkja frekar á ákvæðum frumvarpsins. Þá var Tollstjóra heimilað að veita aðilum VRA-vottun (Viðurkenndur rekstraraðili, AEO).
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti