Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að lögleiða nýja skipan lögreglumenntunar á Íslandi.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að menntun lögreglu verði færð á háskólastig, að starfsgengisskilyrði lögreglumanna verði diplómapróf í lögreglufræðum sem jafngildi a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum á háskólastigi, að sett verði á stofn mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu innan embættis ríkislögreglustjóra og að Lögregluskóli ríkisins verði lagður niður.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lögreglulög nr. 90/1996.
Kostnaður og tekjur: Ger er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög fyrir árið 2016 muni aukast um 110 milljónir kr. árið 2017 og árlega um 52 milljónir kr. eftir það.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla:
Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál