Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 33 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja mannúðlega og skilvirka meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar sem stuðla að aukinni þjónustu við útlendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, erlenda sérfræðinga, námsmenn og rannsakendur. Leitast er við að gera skilyrði dvalarleyfa skýrari og lögð áhersla á að það dvalarleyfi, sem útlendingur sækir um, sé í samræmi við tilgang dvalar hans hér á landi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs muni aukast um 39,2 milljónir kr. Þar af eru 18 milljónir kr. kostnaður sem greiðist einu sinni. Á móti þessum útgjöldum koma auknar ríkistekjur að fjárhæð 5 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Tölfræði hælismála á vef Útlendingastofnunar.
Frumvarp til nýrra útlendingalaga afhent innanríkisráðherra. Frétt innanríkisráðuneytisins 11.12.2015.
Skýrsla nefndar um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins (2012). Reykjavík: Innanríkisráðuneytið.
Skýrsla nefndar um meðferð hælisumsókna (2009). Reykjavík: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af udlændingeloven LBK nr 1021 af 19/09/2014.
Noregur
Lov om utlendingers adgang til riket og deres opphold her (utlendingsloven) LOV-2008-05-15-35.
Svíþjóð
Utlänningslag (2005:716).
Finnland
Utlänningslag 30.4.2004/301.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með allnokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi