Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

679 | Umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 3 | Nefnd: AV | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að styrkja lagalega umgjörð um öflun sjávargróðurs.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt verður veiðigjald á landaðan afla þangs og þara og öflun þess verður felld undir eftirlit samkvæmt fiskveiðistjórnarlöggjöfinni. Þá verður Hafrannsóknastofnun falið að stunda rannsóknir á sjávargróðri og vera stjórnvöldum til ráðgjafar um nýtingu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996, lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og  lögum um veiðigjald nr. 74/2012.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir 9,3 milljóna kr. útgjaldaauka næstu þrjú ár en eftir það verði áhrifin jákvæð.

Aðrar upplýsingar:

Lög um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995.
Breiðafjarðarnefnd.
Hafrannsóknastofnun.
Greinargerð Karls Gunnarssonar hjá Hafrannsóknastofnun, um þang og þara og nýtingu þeirra. Fylgiskjal með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald. Þingskjal 1197, 679. mál.
Þörungaverksmiðjan Reykhólum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Iðnaður  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1107 | 4.4.2016
Þingskjal 1768 | 10.10.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1769 | 10.10.2016
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd

Umsagnir

23.9.2016
Atvinnuveganefnd | 29.9.2016