Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að skýra lagaákvæði um sjálfstætt rekna grunnskóla og frístundastarf.
Helstu breytingar og nýjungar: Lögð eru til ítarlegri lagaákvæði um sjálfstætt rekna grunnskóla en nú er að finna í lögum. Lögð er til sérstök regla sem leggur ríkar skyldur á sveitarfélög og skóla þegar börn eiga samkvæmt samningi ekki val um það hvort þau sækja nám í sjálfstætt reknum grunnskóla. Lagt til að sett verði sérstök regla sem taki til grunnskóla sem einkaaðili vill setja á fót en viðkomandi sveitarfélag vill ekki fjármagna. Lagarammi fyrir starfsemi frístundaheimila er styrktur.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti