Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt í eina stofnun, Skógræktina.
Helstu breytingar og nýjungar: Sameina á Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt í eina stofnun, Skógræktina, sem tekur við öllum réttindum og skyldum þeirra.
Breytingar á lögum og tengd mál: Aðalbreytingarnar eru á lögum um skógrækt nr. 3/1955 og á lögum um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 95/2006 en einnig þarf að gera orðalagsbreytingar á sjö öðrum lögum.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Skógrækt ríkisins.
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd