Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að undirbúa innleiðingu á tilskipunum ESB um samræmingu laga um markaðssetningu raffanga og um rafsegulsamhæfi.
Helstu breytingar og nýjungar: Núgildandi lög eru styrkt auk minni háttar breytinga sem lúta að skyldum rafverktaka til yfirferðar eigin verka og skilgreiningum á helgunarsvæðum raflína. Lagt er til að Mannvirkjastofnun fái heimildir til beitingar stjórnvaldssekta.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna
og raffanga nr. 146/1996.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/30/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafsegulsamhæfi.Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti