Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

670 | Meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (24.5.2016)

Samantekt

Markmið: Að innleiða EES-reglugerðir um meðhöndlun úrgangs.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til skýrari reglur um rafeindabúnaðarúrgang, niðurrif skipa og meðhöndlun úrgangs vegna þess. Einnig eru lagðar til reglur um upplýsingagjöf og stjórnvaldssektir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og  lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur nr. 52/1989.

Kostnaður og tekjur: Lítils háttar útgjaldaauki hjá Umhverfisstofnun sem rúmast innan fjárlaga.

Aðrar upplýsingar:

Umhverfisstofnun.
Tilskipun 2012/19/ESB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang.
Reglugerð (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa.
Reglugerð (ESB) nr. 660/2014 um flutning úrgangs.
Ákvörðun 2013/727/ESB um að ákvarða snið til að tilkynna upplýsingar varðandi samþykki og umtalsverðar breytingar á áætlunum um meðhöndlun úrgangs og áætlunum um forvarnir gegn myndun úrgangs.
Rammatilskipun 2008/98/EB um úrgang.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Umhverfismál: Mengun  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1098 | 4.4.2016
Flutningsmenn: Sigrún Magnúsdóttir

Umsagnir

SORPA bs (umsögn)