Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

668 | Fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 19 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda skattkerfið og auka skilvirkni.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagður er til skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa einstaklinga, hækkun á hámarki rannsóknar- og þróunarkostnaðar til viðmiðunar á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja og lögð er til frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi að uppfylltum frekari skilyrðum. Þá eru lagðar til breytingar sem  lúta að skattalegri meðferð svokallaðra kaupréttar- eða valréttarsamninga og um skattalegan hagnað breytilegra skuldabréfa.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr. 152/2009 og lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi nr. 41/2015.

Kostnaður og tekjur: Talið er að skammtímaáhrif, allt að 500 milljónir kr., verði neikvæð fyrir ríkissjóð en þegar til lengri tíma er litið er talið að áhrifin verði jákvæð. Ákvæðin munu þó ekki hafa áhrif fyrr en árið 2017.

Aðrar upplýsingar: Stefna og aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016. Forsætisráðuneytið, 2014.


Afgreiðsla: Samþykkt með minniháttar breytingum en þeim helstu að skattafrádráttur vegna hlutafjárkaupa er aukinn úr 30% í 50% og lágmarksupphæðin er lækkuð úr 500 þús. kr. í 300 þús. kr.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1096 | 4.4.2016
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1382 | 30.5.2016
Þingskjal 1407 | 1.6.2016
Þingskjal 1444 | 2.6.2016

Umsagnir

Marel (umsögn)