Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

667 | Skattar og gjöld (tryggingagjald, samsköttun milli skattþrepa)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að breyta nokkrum ákvæðum um skatta og gjöld.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að almennt tryggingagjald verði lækkað um 0,5 prósentustig frá 1. júlí 2016 og fallið verði frá þeim áformum að heimila hjónum og sambýlisfólki samsköttun milli tveggja skattþrepa frá 1. janúar 2017. Þá verður vefverslun Fríhafnarinnar lögð niður og henni einungis heimilt að selja komufarþegum vörur. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Helstu breytingarnar verða á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990 (2. gr.), og tollalögum, nr. 88/2005 (6. gr.).

Kostnaður og tekjur: Lækkun tryggingagjalds lækkar tekjur ríkissjóðs um 3,1 milljarð á þessu ári og 6,8 milljarða á árinu 2017. Afnám heimildar til samsköttunar mun auka tekjur ríkissjóðs árið 2018 um 3 milljarða frá því sem áður hafði verið áætlað.

Aðrar upplýsingar: Vefverslun Fríhafnarinnar.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri meginbreytingu að samsköttun hjóna og sambýlisfólks milli skattþrepa verður áfram heimil.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1095 | 4.4.2016
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1372 | 30.5.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1374 | 30.5.2016
Þingskjal 1376 | 30.5.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1438 | 2.6.2016
Þingskjal 1465 | 2.6.2016

Umsagnir

KPMG ehf. (umsögn)