Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

664 | Hlutafélög o.fl. (einföldun, búsetuskilyrði)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.9.2016)

Samantekt

Markmið: Að einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu hlutafélaga og einkahlutafélaga.

Helstu breytingar og nýjungar: Felld eru á brott eða breytt skilyrðum fyrir búsetu stjórnarmanna, stofnenda og fleiri aðila sem koma að stofnun og rekstri hlutafélaga og einkahlutafélaga. Lögð er til breyting á ákvæði laganna um tilkynningar til hlutafélagaskrár, meðal annars þannig að hlutafélagaskrá ákveði á hvaða formi tilkynningarnar og fylgiskjölin skuli vera. 

Einnig eru lagðar til breytingar til þess að stemma stigu við kennitöluflakki í atvinnurekstri. Þær breytingar lúta meðal annars að heimild til að greiða hlutafé við stofnun hlutafélags og einkahlutafélags með kröfu á hendur stofnendum, missi hæfis stjórnarmanna og framkvæmdastjóra hlutafélaga og einkahlutafélaga til setu í stjórn og til að gegna starfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna og afskráningu úr hlutafélagaskrá.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 auk lítilsháttar breytinga á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om aktie- og anpartsselskaber (selskabsloven) LBK nr 1089 af 14/09/2015.

Noregur
Lov om aksjeselskaper (aksjeloven). Lov -1997-06-13-44.

Svíþjóð
Aktiebolagslag (2005:551).

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1092 | 4.4.2016

Umsagnir