Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Að innleiða reglugerð ESB um tilkynningu atvika í almenningsflugi og bæta þannig öryggi í almenningsflugi.
Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu er skerpt á ákvæði um tilkynningarskyldu um flugatvik. Lagt er til að fyrirtæki komi á laggirnar tilkynningarkerfi fyrir valfrjálsar tilkynningar til viðbótar kerfi vegna atvika sem eru tilkynningarskyld. Til að undirbyggja sanngirnismenningu er mælt skýrt fyrir um það í frumvarpinu að fyrirtækjum sé óheimilt að láta starfsfólk sem tilkynnir um atvik eða er tilgreint í tilkynningu sæta neinum viðurlögum á grundvelli upplýsinganna, nema ákveðnar undantekningar eigi við.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um loftferðir nr. 60/1998.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 376/2014, frá 3. apríl 2014, um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu og eftirfylgni með þeim.
Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Samgöngumál: Samgöngur | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál