Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

659 | Meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu símahlustunar)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja skýrari skilyrði fyrir beitingu tiltekinna aðgerða í þágu rannsóknar. Þær aðgerðir sem um ræðir eru símahlustun, upptaka á hljóðum og merkjum, taka ljósmynda og kvikmynda og notkun eftirfararbúnaðar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimild lögreglu til að beita símahlustun og skyldum aðgerðum við rannsókn mála verði þrengd. Gert er ráð fyrir að þeim sem aðgerð beinist að verði skipaður lögmaður sem gæta á hagsmuna hans. Í 3. gr. frumvarpsins er lagt til að lögreglu verði veitt frekara aðhald þegar kemur að framkvæmd símahlustunar og skyldra aðgerða.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að kostn­aður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög 2016 muni aukast um 20 milljónir kr. árið 2017 og árlega um 11 milljónir kr. frá og með árinu 2018. 

Aðrar upplýsingar:

Lög á Norðurlöndunum.

Noregur
Lov om rettergangsmåten i straffesaker (Straffeprosessloven) LOV-1981-05-22-25.
Kafli 16a  Avlytting og annen kontroll av kommunikasjonsanlegg (kommunikasjonskontroll).

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje. LBK nr 1255 af 16/11/2015.
Kafli 71 Indgreb i meddelelseshemmeligheden, observation, dataaflæsning og forstyrrelse eller afbrydelse af radio- eller telekommunikation.

Svíþjóð
Rättegångsbalk (1942:740).
27 kap. Om beslag, hemlig avlyssning av elektronisk kommunikation m.m.
Lag (2007:978) om hemlig rumsavlyssning.
Lag (2008:854) om åtgärder för att utreda vissa samhällsfarliga brott.

Finnland
Polislag 22.7.2011/872.
Sjá 5. kafla, Hemliga metoder för inhämtande av information.
Tvångsmedelslag 22.7.2011/806.


Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með orðalagsbreytingum. Við bættist bráðabirgðaákvæði þar sem ráðherra er falið að kanna og greina leiðir í því skyni að veita lögreglu aðhald við rannsókn mála, svo sem öflun og meðferð fjarskiptaupplýsinga, upptöku á hljóðum og merkjum og ljósmyndun og notkun eftirfararbúnaðar.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 1087 | 4.4.2016
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 1634 | 7.9.2016
Þingskjal 1660 | 13.9.2016
Þingskjal 1681 | 19.9.2016

Umsagnir