Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

658 | Lögreglulög (eftirlit með störfum lögreglu)

145. þing | 4.4.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja reglur um meðferð kærumála og kvartana á hendur starfsmönnum lögreglu vegna starfa þeirra og huga að réttindum lögreglumanna í starfi.  

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skipuð verði þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu. Einnig er lagt til að við embætti ríkislögreglustjóra verði starfrækt innra eftirlit með störfum lögreglu. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lögreglulög nr. 90/1996.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að kostn­aður ríkissjóðs umfram gildandi fjárlög 2016 muni aukast um 19,5 milljónir kr. árið 2017 og árlega eftir það um 18,8 milljónir kr. 

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf og stofnanir á Norðurlöndum.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje LBK nr 1255 af 16/11/2015.
Sjá 1019. og 1020. gr.
Den Uafhængige Politiklagemyndighed (Politiklagemyndigheden).

Noregur
Lov om rettergangsmåten i straffesaker (Straffeprosessloven) LOV-1981-05-22-25.
Sjá 59. gr. a og 67. gr.
Spesialenheten for politisaker.

Svíþjóð
Förordning (2014:1102) med instruktion för Polismyndigheten.
Sjá 34. gr. 49. gr.
Avdelningen för särskilda utredningar.

Finnland
Förundersökningslag 22.7.2011/805.
Sjá 2. kafla, grein 4.
Förvaltningslag 6.6.2003/434.
Polisförvaltningslag 14.2.1992/110.
Den interna övervakningen av polisen.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítilsháttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 1086 | 4.4.2016
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 1378 | 30.5.2016
Þingskjal 1411 | 1.6.2016
Þingskjal 1449 | 2.6.2016

Umsagnir