Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lífeyrissjóðir fá aukið svigrúm til fjárfestinga m.a. í skráðum og óskráðum bréfum og sértryggðum skuldabréfum og mega taka þátt í viðskiptum á lánamarkaði með verðbréf. Þeim eru einnig settar strangari reglur um viðskipti, í samræmi við reglur Evrópusambandsins og svokölluð "varfærnisregla" eða "skynsemisregla" er innleidd í lögin.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Lög um starfstengda eftirlaunasjóði nr. 78/2007.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem styrkja meginmarkmið frumvarpsins.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti