Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

616 | Meðferð einkamála og meðferð sakamála (millidómstig, Landsréttur)

145. þing | 16.3.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Lagður er grundvöllur að stofnun millidómstigs hér á landi þannig að dómstigin verði þrjú, þ.e. héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á málsmeðferðarreglum fyrir Hæstarétti í einkamálum og sakamálum sem taka mið af breyttu hlutverki Hæstaréttar sem æðsta dómstóls landsins í þriggja þrepa dómskerfi. 
Unnt verði að endurskoða öll atriði héraðsdóms fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum.
Heimilt verður að kalla til sérfróða meðdómsmenn bæði í héraði og fyrir Landsrétti.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu verði betur fylgt fyrir Landsrétti, bæði í einkamálum og sakamálum, en unnt er samkvæmt gildandi lögum fyrir Hæstarétti. Almennur áfrýjunarfrestur í einkamálum verður styttur úr þremur mánuðum í fjórar vikur. 
Tiltölulega þröng heimild verður til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar ef þörf er á skjótri niðurstöðu í máli.
Áfrýjun á dómum Landsréttar til Hæstaréttar verður í öllum tilvikum háð leyfi Hæstaréttar. Lagt er til að kæruheimildir til Hæstaréttar verði mjög fáar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð einkamála nr. 91/1991.

Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 109,7 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018–2021. 

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum.

 
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om rettens pleje LBK nr 1255 af 16/11/2015

Noregur
Lov om domstolene (domstolloven). LOV-1915-08-13-5.

Svíþjóð
Rättegångsbalk (1942:740). 

Finnland
Rättegångs Balk 1.1.1734/4.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð óbreytt að lögum.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1018 | 16.3.2016
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 1315 | 23.5.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1363 | 26.5.2016

Umsagnir