Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta dómskerfið með því að leggja grunn að nýrri dómstólaskipan með þriggja þrepa dómskerfi og nýjum málsmeðferðarreglum sem taki mið af hinni nýju skipan.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagður er grundvöllur að stofnun millidómstigs hér á landi þannig að dómstigin verði þrjú, þ.e. héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur. Sameiginleg stjórnsýsla allra þriggja dómstiga er færð undir nýja, sjálfstæða stjórnsýslustofnun, dómstólasýsluna, og stjórnsýsla dómstólanna þar með efld og sjálfstæði þeirra styrkt. Millidómstiginu er ætlað að koma til móts við alþjóðlegar kröfur um milliliðalausa sönnunarfærslu, létta álagi af Hæstarétti og tryggja að honum sé betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll.
Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er áætlað að útgjöld ríkissjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lagatæknilegum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins