Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Markmið: Sameining stofnana til að efla fagumhverfi og stjórnsýslu á málefnasviðinu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnun Íslands verði sameinuð í eina stofnun, Þjóðminjastofnun. Þjóðminjasafnið verði áfram til sem höfuðsafn og að um það gildi sérlög. Verkefni sem lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja og afnámi slíkrar friðlýsingar færast til ráðherra, sem og verkefni Minjastofnunar Íslands.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um menningarminjar, nr. 80/2012.
Kostnaður og tekjur: Talið er að ávinningur í sameinuðum rekstri gæti numið 4,1% af samanlögðum rekstrarútgjöldum fyrir árið 2015 eða alls 47,0 milljónum króna á ársgrundvelli.
Aðrar upplýsingar:
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins 22. maí 2013.Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Mennta- og menningarmál: Menntamál