Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka eftirlit með frumframleiðslu matjurta og flytja eftirlitið til sveitarfélaga.
Helstu breytingar og nýjungar: Opinbert eftirlit með frumframleiðslu matjurta verður fært frá Matvælastofnun til heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Þá er matvælafyrirtækjum sem framleiða baunaspírur og matvæli úr kapla-, geita- og sauðamjólk gert að hafa starfsleyfi. Einnig eru lagðar til breytingar vegna EES-samningsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um matvæli nr. 93/1995, lögum um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Matvælastofnun
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti