Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (11.4.2016)
Markmið: Að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra. Starfsemin fari fram undir opinberu eftirliti.
Helstu breytingar og nýjungar: Starfsemi spilahalla á Íslandi verður leyfð. Í frumvarpinu eru ákvæði um rekstrarleyfi og leyfisveitingar, spilakassa, spilareglur, spilapeninga og aðgangskröfur, en einstaklingum undir 21 árs er óheimill aðgangur að spilahöllum. Í frumvarpinu eru ákvæði um öryggismál, eftirlit, skráningu viðskiptavina, starfsfólk og skyldu leyfishafa til að sjá til þess að komi upp grunur um spilafíkn hjá viðskiptavini séu honum kynnt meðferðarúrræði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög nr. 19/1940 (181., 183. og 184. gr.).
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Löggjöf í Danmörku
Afgreiðsla:
Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti