Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

458 | Félagsþjónusta sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar)

145. þing | 20.1.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.3.2016)

Samantekt

Markmið: Að skýra ákvæði sem snúa að reglum sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð og eyða óvissu. Að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra gefi árlega út leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga um framkvæmd fjárhagsaðstoðar þar sem meðal annars sé kveðið á um viðmiðunarfjárhæðir og að sveitarfélögin fái skýrari heimildir til að skilyrða fjárhagsaðstoð félagsþjónustu.

Lagt er til að heimilt verði að kveða á um skerðingu mánaðarlegrar grunnfjárhagsaðstoðar í tvo mánuði í senn. Þá er lagt til að ekki verði heimilt að skerða mánaðarlega grunnfjárhagsaðstoð um meira en helming.
Gerðar hafa verið breytingar á 2. gr. frumvarpsins frá því það var flutt á 144. löggjafarþingi. Snúa þær breytingar meðal annars að því að tilgreind eru skilyrði sem hægt er að setja svo að umsækjandi teljist vera í virkri atvinnuleit.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Sjá einnig 129. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er reiknað með auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 732 | 20.1.2016
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir

Umsagnir

Velferðarnefnd | 4.3.2016
Hrunamannahreppur (umsögn)
Velferðarnefnd | 27.5.2016