Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

457 | Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi)

145. þing | 20.1.2016 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 35 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda regluverk um útleigu húsnæðis til heimagistingar og um eftirlit með veitingastöðum án vínveitingaleyfis.

Helstu breytingar og nýjungar: Einstaklingur sem óskar eftir að starfrækja heimagistingu á lögheimili sínu, eða í einni annarri fasteign í sinni eigu, getur skráð sig á vefsvæði sýslumanns, sem hefur umsjón með þessum málaflokki. Heimilt er að leigja eign að hámarki 90 daga á ári. Rekstrarleyfi til veitingastaða án áfengisveitinga verður eingöngu í höndum sveitarfélaga og ýmsar breytingar verða einnig varðandi eftirlit og flokkun veitingastaða án áfengisveitinga. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.

Kostnaður og tekjur: Eykur útgjöld ríkissjóðs um um það bil 30 milljónir króna á ári.

Aðrar upplýsingar:

Reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 585/2007.
Upplýsingar um flokkun gististaða, veitingaleyfi o.fl. á vefnum syslumenn.is.
Árni Sverrir Hafsteinsson og Jón Bjarni Steinsson (2014). Skattsvik í ferðaþjónustu. Umfang og leiðir til úrbóta. Bifröst: Rannsóknastofnun atvinnulífsins.
Íslensk ferðaþjónusta (2015). Reykjavík: Íslandsbanki. 

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem skýra betur og afmarka heimildir. Heimildir einstaklinga til að leigja til heimagistingar miðast við samþykkt íbúðarhúsnæði til 90 daga, hvort sem um er að ræða eina eða fleiri fasteign, og að hámarki fyrir 2 milljónir króna á ári.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 731 | 20.1.2016
Þingskjal 1268 | 12.5.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1269 | 12.5.2016
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1300 | 24.5.2016
Þingskjal 1345 | 25.5.2016
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1398 | 31.5.2016

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 14.4.2016
Bláskógabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 16.2.2016
Ferðamálastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 11.3.2016
Atvinnuveganefnd | 11.2.2016
Reykjavíkurborg (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 11.4.2016
Ríkisskattstjóri (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 3.5.2016
Ríkisskattstjóri (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 8.2.2016
Atvinnuveganefnd | 9.2.2016
Sveitasæla ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 17.2.2016
Thor Guesthouse (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 10.2.2016