Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 17 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að einfalda og skýra lög um ársreikninga, sérstaklega hvað varðar lítil fyrirtæki.
Helstu breytingar og nýjungar: Minnstu félögunum, svonefndum örfélögum, verður heimilt að skila einfaldri útgáfu af ársreikningi til ársreikningaskrár sem byggist á skattframtali félagsins. Þá eru lagðar til nokkrar breytingar er snúa að viðurlagaákvæðum laganna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 og innleiða ársreikningatilskipun nr. 2013/34/ESB.
Kostnaður og tekjur: Kostnaðaráhrif eru óljós en ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum.
Aðrar upplýsingar: Ársreikningatilskipun Evrópusambandsins nr. 2013/34/ESB.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum sem skerpa og skýra betur megintilgang frumvarpsins.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti