Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 35 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Frumvarpið er enn fremur liður í aðgerðum ríkisstjórnar Íslands til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 2015.
Helstu breytingar og nýjungar: Gerðar eru tillögur um nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun á svokölluðum almennum íbúðum, leiguhúsnæði sem verði að hluta fjármagnað með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.
Kostnaður og tekjur: Í gildandi ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2016–2019 og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 hefur verið gert ráð fyrir 1,5 milljaðra kr. framlagi á ári til Íbúðalánasjóðs til stofnframlaga til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum handa efnaminni leigjendum næstu fjögur árin.
Aðrar upplýsingar: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðuneytið 29. maí 2015.
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með töluverðum breytingum. Þeirra á meðal eru breytingar á ákvæðum um stofnframlög. Einnig var fyrirsögn frumvarpsins breytt úr "Frumvarp til laga um almennar íbúðir" í "Frumvarp til laga um almennar félagsíbúðir".
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti