Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

435 | Almennar íbúðir (heildarlög)

145. þing | 16.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 35 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Frumvarpið er enn fremur liður í aðgerðum ríkisstjórnar Íslands til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 2015.

Helstu breytingar og nýjungar: Gerðar eru tillögur um nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun á svokölluðum almennum íbúðum, leiguhúsnæði sem verði að hluta fjármagnað með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.  

Í frumvarpinu eru  ákvæði um almenn íbúðafélög, sem er ætlað að hafa með höndum kaup eða byggingu, eignarhald og umsjón með rekstri íbúðanna.
Einnig eru lögð til ákvæði um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar íbúða sem reknar eru af almennum íbúðafélögum jafnt sem öðrum aðilum sem gert er ráð fyrir að geti verið viðtakendur stofnframlaganna.

Kostnaður og tekjur: Í gildandi ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2016–2019 og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 hefur verið gert ráð fyrir 1,5 milljaðra kr. framlagi á ári til Íbúðalánasjóðs til stofnframlaga til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum handa efnaminni leigjendum næstu fjögur árin.

Aðrar upplýsingar: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðuneytið 29. maí 2015.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með töluverðum breytingum. Þeirra á meðal eru breytingar á ákvæðum um stofnframlög. Einnig var fyrirsögn frumvarpsins breytt úr "Frumvarp til laga um almennar íbúðir" í "Frumvarp til laga um almennar félagsíbúðir".

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 643 | 16.12.2015
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 1266 | 11.5.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1267 | 11.5.2016
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1291 | 24.5.2016
Þingskjal 1390 | 31.5.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1391 | 31.5.2016
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1404 | 1.6.2016
Þingskjal 1437 | 2.6.2016

Umsagnir

Velferðarnefnd | 3.3.2016
Analytica ehf (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 18.1.2016
Velferðarnefnd | 21.3.2016
Velferðarnefnd | 14.4.2016
Félagsstofnun stúdenta, Íbúðalánasjóður og Félagsbústaðir hf. (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 5.2.2016
Hafnarfjarðarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Velferðarnefnd | 29.4.2016
Íbúðalánasjóður (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 27.5.2016
KPMG ehf. (minnisblað)
Velferðarnefnd | 26.2.2016
Mosfellsbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 27.5.2016
Reykjavíkurborg (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Velferðarnefnd | 1.2.2016
Velferðarnefnd | 15.1.2016
Velferðarnefnd | 13.1.2016
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 13.1.2016
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 12.2.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 7.3.2016
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 10.3.2016
Velferðarráðuneytið (upplýsingar)