Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

407 | Húsnæðisbætur (heildarlög)

145. þing | 2.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 37 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Þannig verði stuðningurinn jafnari húsnæðisstuðningi við kaupendur íbúðarhúsnæðis innan vaxtabótakerfisins. Frumvarpið er liður í að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera við ólík búsetuform.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að félags- og húsnæðismálaráðherra fari með yfirstjórn húsnæðisbóta til leigjenda og Tryggingastofnun ríkisins fari með framkvæmdina. Þannig flyst stjórnsýsla og umsýsla með almennum húsaleigubótum frá ­sveitarfélögum til ríkisins. Greiðsla sérstakra húsaleigubóta því til viðbótar verður eftir sem áður á hendi ­sveitarfélaga. Lagt er til að húsnæðisbætur verði greiddar mánaðarlega líkt og húsaleigubætur og að grunnfjárhæðir taki mið af fjölda heimilismanna óháð aldri.

Lagt er til að húsnæðisbótakerfið gangi í gildi í byrjun ársins 2016 en þó þannig að breytt frítekjumörk taki gildi í byrjun ársins 2017 og þar með verði kerfið komið að fullu til framkvæmda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um húsaleigubætur nr. 138/1997.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna húsnæðisbóta til leigjenda aukist varanlega um liðlega 2 milljarða kr. á ári og verði nálægt 6,6 milljörðum kr. frá og með árinu 2017 miðað við núgildandi verðlag.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Velferðarráðuneytið, maí 2014.


Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om individuel boligstøtte LBK nr 158 af 18/02/2015.

Noregur
Lov om bustøtte (bustøttelova) LOV-2012-08-24-64.

Svíþjóð
Socialförsäkringsbalk (2010:110).
Sjá einkum: bostadsstöd í 93.-103. kafla (avdelning G).

Finnland
Lag om allmänt bostadsbidrag 14.11.2014/938.
Lag om bostadsbidrag för pensionstagare 11.5.2007/571.

Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með nokkrum breytingum. Varða þær einkum skilyrði og útreikning húsnæðisbóta.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 565 | 2.12.2015
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 1427 | 1.6.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1428 | 1.6.2016
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1460 | 2.6.2016
Þingskjal 1468 | 2.6.2016

Umsagnir

Velferðarnefnd | 22.1.2016
Velferðarnefnd | 18.1.2016
Velferðarnefnd | 3.2.2016
Hafnarfjarðarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 15.1.2016
Húnaþing vestra (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Ísafjarðarbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Neytendasamtökin (umsögn)
Velferðarnefnd | 21.1.2016
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.2.2016
Reykjavíkurborg (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Ríkisskattstjóri (umsögn)
Velferðarnefnd | 1.2.2016
Velferðarnefnd | 15.1.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 26.1.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 8.3.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 8.3.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 8.3.2016
Velferðarráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 19.1.2016