Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

402 | Neytendasamningar (heildarlög, EES-reglur)

145. þing | 3.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samræma reglur aðildarríkja EES-svæðisins um samninga utan fastrar starfsstöðvar seljanda, fjarsölusamninga, sölu- og þjónustusamninga og um hvaða atriði seljanda er skylt að upplýsa neytendur áður en slíkir samningar verða skuldbindandi af hálfu neytenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Í frumvarpinu eru ýmsar formlegar kröfur til samninga utan fastrar starfsstöðvar og fjarsölusamninga, svo sem um staðfestingu á samningi og hvernig upplýsingagjöf skuli háttað. 
Gert er ráð fyrir rýmri rétti neytenda til þess að falla frá samningi miðað við tilteknar aðstæður. 

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um neytendakaup nr. 48/2003.
Verði frumvarpið að lögum falla brott lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB frá 25. október 2011 um réttindi neytenda.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 548 | 3.12.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 883 | 24.2.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 970 | 9.3.2016

Umsagnir