Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

401 | Almenn hegningarlög (samningur Evrópuráðsins um baráttu gegn ofbeldi gegn konum)

145. þing | 2.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Fullgilding samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til lögfesting sérstaks refsiákvæðis um þvingaða hjúskaparstofnun og sérstakt refsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum (heimilisofbeldi).

Breytingar á lögum og tengd mál:

Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.
Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningurinn).

Ítarefni um samninginn á vef Evrópuráðsins.
Gunnar Narfi Gunnarsson. Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar. Mannréttindastofnun Háskóla Íslands 2013.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven. LBK nr 873 af 09/07/2015
260. gr.

Noregur
Lov om straff (straffeloven). LOV-2005-05-20-28.
253. gr.
282. gr.
283. gr.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700).
Sjá: 4. gr. a í 4. kafla, vísar til almennu ákvæða laganna um líkamsmeiðingar (3. kafli), brot gegn frjálsræði (4. kafli), kynferðisbrot (6. kafli), eignaspjöll (12. kafli).
Lag (1988:688) om kontaktförbud.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 547 | 2.12.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 987 | 14.3.2016
Þingskjal 1026 | 17.3.2016
Þingskjal 1052 | 18.3.2016

Umsagnir