Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

400 | Vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds)

145. þing | 2.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra og treysta betur grundvöll álagningar vatnsgjalds sem þjónustugjalds fyrir þá almannaþjónustu sem vatnsveitur sveitarfélaga veita. 

Helstu breytingar og nýjungar: Skýrt er kveðið á um það að vatnsgjald verði ekki innheimt af fasteign fyrr en hún hefur verið tengd dreifikerfi vatnsveitu um heimæð.

Einnig er kveðið á um að vatnsgjaldið skuli taka mið af fasteignamati fasteignar í heild eða stærð allra mannvirkja á fasteign samkvæmt flatarmáli og/eða rúmmáli, sé notkunin ekki mæld. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilefni frumvarpsins voru tveir dómar Hæstaréttar nr. 396/2013 og 397/2013

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 546 | 2.12.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 973 | 9.3.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1034 | 16.3.2016

Umsagnir