Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

398 | Málefni aldraðra o.fl. (samningar sjúkratryggingastofnunar við stofnanir fyrir aldraða)

145. þing | 2.12.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka heimildir sjúkratryggingastofnunar til samningsgerðar um þjónustu í rýmum fyrir aldraða og einfalda um leið stjórnsýslu í samskiptum við stofnanir fyrir aldraða.

Helstu breytingar og nýjungar: Heimild ráðherra til að ákveða daggjöld í dvalarrýmum með reglugerð fellur niður.

Lagt er til að ráðherra fái heimild til að setja reglugerð og sjúkratryggingastofnun gjaldskrá um endurgjald fyrir veitta þjónustu stofnana ef ekki er til samningur á milli aðila.
Einnig er lagt til að greiðsluþátttaka heimilismanna, sem eru yngri en 67 ára, í hjúkrunarrýmum verði með sama hætti og þeirra sem eru eldri en 67 ára.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.

Lög um almannatryggingar nr. 100/2007.
Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Dvalarheimili aldraðra : rekstur og starfsemi 2006–11. Ríkisendurskoðun, 2012.

Afgreiðsla:

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 544 | 2.12.2015
Þingskjal 694 | 19.12.2015
Þingskjal 695 | 19.12.2015
Nefndarálit    
Þingskjal 707 | 12.1.2016
Þingskjal 710 | 19.12.2015