Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að skýra betur hvað teljist vera ólögmætur sjávarafli.
Helstu breytingar og nýjungar: Skilgreining á því hvað telst ólögmætur sjávarafli í skilningi laganna verður víkkuð út og látin taka til afla sem fenginn er án þess að tilskilin veiðileyfi hafi verið fyrir hendi, sem fenginn er utan leyfilegra veiðidaga, með óleyfilegum veiðarfærum, á svæði þar sem viðkomandi veiðar eru bannaðar og þess afla sem ekki nær tiltekinni lágmarksstærð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla nr. 37/1992.
Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Fiskistofa
Afgreiðsla: Samþyktt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Hagstjórn: Skattar og tollar | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd