Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

383 | Fasteignalán til neytenda (heildarlög)

145. þing | 26.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að ábyrgum lánveitingum og tryggja neytendavernd við kynningu, ráðgjöf, veitingu og miðlun fasteignalána til neytenda. 

Helstu breytingar og nýjungar: Gerðar verða almennar kröfur um hæfni, þekkingu og starfskjör starfsmanna lánveitenda og lögð er aukin áhersla á útskýringar sem neytandi á rétt á fyrir lánveitingu. Óheimilt verður að binda samning um fasteignalán því skilyrði að neytandi geri samning um kaup á annarri aðgreindri fjármálaþjónustu. Lagt er til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda að fengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Einnig er lagt til að hámarki uppgreiðslugjalds verði breytt til að stuðla að auknu framboði lána með föstum vöxtum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en gerðar eru lítilsháttar breytingar á lögum um neytendalán nr. 33/2013, lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 99/1999, lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum nr. 78/2014.

Kostnaður og tekjur: Beinn aukinn kostnaður Neytendastofu er um 15-20 milljónir króna.

Aðrar upplýsingar: Neytendastofa.

Mortgage Credit Directive

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt í meginatriðum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 519 | 26.11.2015
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1761 | 10.10.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 1762 | 10.10.2016
Þingskjal 1763 | 10.10.2016
Þingskjal 1797 | 12.10.2016
Flutningsmenn: Frosti Sigurjónsson
Þingskjal 1799 | 13.10.2016
Þingskjal 1819 | 13.10.2016

Umsagnir

Creditinfo (viðbótarumsögn)
Kreditskor ehf. (viðbótarumsögn)
Seðlabanki Íslands (viðbótarumsögn)