Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

375 | Siglingalög o.fl. (réttindi farþega skipa, gerðarviðurkenning, skilgreiningar o.fl., EES-reglur)

145. þing | 27.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Innleiðingar EES-reglugerða á sviði samgöngumála.

Helstu breytingar og nýjungar: Breytingin á siglingalögum snýr að því að tryggja farþegum á sjó og skipgengum vatnaleiðum sambærilega vernd og þekkist í öðrum flutningageirum, svo sem í flugi og á landi. 

Breytingin á umferðarlögum snýr að gerðarviðurkenningum dráttarvéla og bifhjóla.
Breytingin á lögum um rannsókn samgönguslysa snýr meðal annars að skilgreiningum, sjónarmiðum vegna rannsóknar, rannsóknarskyldu í vissum tilvikum samgönguslysa og samgönguatvika, lögsögu nefndar við rannsókn sjóslysa og sjóatvika og þátttöku erlendra ríkja.

Breytingar á lögum og tengd mál: Siglingalög nr. 34/1985.

Umferðarlög nr. 50/1987.
Lög um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó eða skipgengum vatnaleiðum.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 167/2013 frá 5. febrúar 2013 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum fyrir landbúnað eða skógrækt.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 frá 15. janúar 2013 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum á tveimur eða þremur hjólum og fjórhjólum.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 508 | 27.11.2015
Flutningsmenn: Ólöf Nordal
Þingskjal 816 | 3.2.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 925 | 1.3.2016

Umsagnir