Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.
Helstu breytingar og nýjungar: Helstu breytingar sem snúa að almenningi eru: Skattaskil og upplýsingar varðandi skattamál verða alfarið rafræn, meðal annars til þess að persónuafsláttur nýtist betur. Söluhagnaður, sem getur myndast þegar fólk flytur úr stóru húsnæði í minna húsnæði, verður ekki lengur skattlagður. Álagningardagur skatta verður um 1. júlí og kærufrestur til loka ágúst. Gjafir til samtaka sem starfa að almannaheill verða undanþegnar erfðafjárskatti.
Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á alls níu lögum en veigamestu breytingarnar eru á lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987.
Kostnaður og tekjur: Hefur óveruleg áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Vakin er athygli á að í fylgiskjali I í frumvarpinu er "Samræmdur staðall um upplýsingagjöf og áreiðanleikakannanir vegna upplýsinga um fjárhagsreikninga."
Umsagnir (helstu atriði): Nokkrar athugasemdir voru gerðar um ýmsar greinar frumvarpsins.
Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti