Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

371 | Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana)

145. þing | 25.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (23.12.2015)

Samantekt

Markmið: Að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn.

Helstu breytingar og nýjungar: Sameina á Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn. Lagðar eru til breytingar sem snúa að staðsetningu og stjórnskipulagi, þ.e. setraskipting verður lögð af sem og störf forstöðumanna setra. Þá er ákvæði um aðsetur í Reykjavík fellt brott.

Breytingar á lögum og tengd mál: Breyta á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og lögum um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu nr. 97/2004.

Kostnaður og tekjur: Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 504 | 25.11.2015
Flutningsmenn: Sigrún Magnúsdóttir

Umsagnir