Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

370 | Húsnæðissamvinnufélög (réttarstaða búseturéttarhafa og rekstur húsnæðissamvinnufélaga)

145. þing | 25.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Markmið frumvarpsins er að auðvelda húsnæðissamvinnufélögum að starfa á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa og skýra nánar réttarstöðu þeirra, annarra félagsmanna sem og húsnæðissamvinnufélaganna sjálfra. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að nákvæmari ákvæði verði í samþykktum húsnæðissamvinnufélaga um fjármál þeirra. Einnig er lagt til að húsnæðissamvinnufélögum verði óheimilt að kveða á um kaupskyldu á búseturétti í samþykktum sínum og búsetusamningum. Lagðar eru til breytingar sem miða að því að styrkja og skýra réttarstöðu búseturéttarhafa.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Lög á Norðurlöndum.


Danmörk
Bekendtgørelse af lov om andelsboligforeninger og andre boligfællesskaber LBK nr 447 af 21/03/2015.

Noregur
Lov om burettslag (burettslagslova). LOV-2003-06-06-39.

Svíþjóð
Bostadsrättslag (1991:614).

Finnland
Lag om bostadsrättsbostäder 16.7.1990/650.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar. Búseti á Norðurlandi gerði þó miklar athugasemdir við frumvarpið. Einnig gerði ríkisskattstjóri athugasemdir við nokkrar greinar þess.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt með breytingum. Þær sneru meðal annars að því að við slit húsnæðissamvinnufélaga rennur fé þeirra ekki til þeirra sem að félaginu standa, umfram það gjald sem búseturéttarhafar greiddu fyrir búseturétt sinn. 

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 503 | 25.11.2015
Flutningsmenn: Eygló Harðardóttir
Þingskjal 999 | 15.3.2016
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1000 | 14.3.2016
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1042 | 18.3.2016
Þingskjal 1048 | 17.3.2016
Þingskjal 1181 | 19.4.2016

Umsagnir

Velferðarnefnd | 17.3.2016
Velferðarnefnd | 7.12.2015
Búseti hsf. (umsögn)
Velferðarnefnd | 14.1.2016
Búseti hsf. (upplýsingar)
Velferðarnefnd | 12.12.2015
Velferðarnefnd | 10.12.2015
Ríkisskattstjóri (umsögn)