Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

369 | Styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi (miðastyrkir)

145. þing | 25.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja lagastoð fyrir því að hægt verði að efna ákvæði samkomulags um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012-2015 um útgreiðslu miðastyrkja.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að greiddir verði styrkir til kvikmyndaframleiðenda vegna sýninga á íslenskum bíómyndum í kvikmyndahúsum hér á landi til að vega upp á móti áhrifum af álagningu virðisaukaskatts á aðgöngumiða sem kom til framkvæmda árið 2013. 

Kostnaður og tekjur: Gert er gert ráð fyrir 30 milljóna kr. fjárheimild til miðastyrkja í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016.

Aðrar upplýsingar: Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012-2015.

Sjá 1. gr. laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum nr. 146/2012.
Sjá 1. gr. kvikmyndalaga nr. 137/2001.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við einstaka atriði.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 502 | 25.11.2015
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 870 | 22.2.2016
Þingskjal 923 | 9.3.2016
Þingskjal 969 | 9.3.2016

Umsagnir