Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

334 | Höfundalög (EES-reglur, munaðarlaus verk)

145. þing | 10.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evróputilskipun sem ætlað er að tryggja að ekki sé gloppa í aðgengi að menningararfi Evrópu í stafrænu formi.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið tekur til almenningsbókasafna, menntastofnana, safna, skjalasafna, varðveislustofnana kvikmynda og hljóðrita og útvarpsstöðva sem veita opinbera þjónustu. Skilgreint er hvað telst vera munaðarlaust verk. Tilskipunin heimilar ákveðnum menningarstofnunum að nota verk án heimildar rétthafa ef komist er að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlega leit, að viðkomandi verk séu munaðarlaus.

Breytingar á lögum og tengd mál: Höfundalög nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/28/ESB um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum. (Bls. 891-898).

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir mæltu flestar með samþykkt frumvarpsins.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 401 | 10.11.2015
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 767 | 27.1.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 845 | 16.2.2016

Umsagnir