Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

333 | Höfundalög (einkaréttindi höfunda, samningskvaðir o.fl., EES-reglur)

145. þing | 10.11.2015 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 16 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að færa ákvæði höfundalaga um réttindi höfunda til samræmis við þróun höfundalaga í öðrum norrænum ríkjum, einkum með tilliti til Evróputilskipunar um höfundarétt í upplýsingasamfélaginu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tekið verði upp breytt orðalag um hugtakið eintakagerð og jafnframt lagt til að notað verði orðasambandið að gera verk aðgengileg í stað hugtaksins birting. Hugtakið á við um þá heimild sem notendur fá til nota á verkum á grundvelli samningskvaðar. Lagt er til að lögfest verði fjögur ný samningskvaðaákvæði.

Breytingar á lögum og tengd mál: Höfundalög nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/29/EB frá 22. maí 2001 um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.


Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Bekendtgørelse af lov om ophavsret LBK nr 1144 af 23/10/2014.

Noregur
Lov om opphavsrett til åndsverk m.v. (åndsverkloven). LOV-1961-05-12-2.

Svíþjóð
Lag (1960:729) om upphovsrätt till litterära och konstnärliga verk.
Upphovsrättsförordning (1993:1212).
Internationell upphovsrättsförordning (1994:193).

Finnland
Upphovsrättslag 8.7.1961/404.

Umsagnir (helstu atriði): Umsagnir voru almennt jákvæðar en athugasemdir voru gerðar við einstök efnisatriði. Einnig voru í nokkrum umsögnum gerðar athugasemdir við málflutning sem kom fram við fyrstu umræðu um frumvarpið þan 17. nóvember 2015. Má þar nefna umsagnir Fjölís og STEFs.

Afgreiðsla: Frumvarpið var samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 400 | 10.11.2015
Flutningsmenn: Illugi Gunnarsson
Þingskjal 780 | 1.2.2016
Nefndarálit    
Þingskjal 844 | 16.2.2016

Umsagnir

1984 ehf, Símafélagið ehf. og Snerpa ehf. (umsögn)
Myndstef (umsögn)